Image

Færibönd

Við höfum sérsmíðað margar tegundir af færiböndum þar sem hvert er unnið í samráði við viðskiptavininn eftir þörfum þeirra, t.d. færibönd milli hæða, færibönd fest upp í loftið. Við búum yfir mikilli reynslu og aðstoðum við hönnun og útfærslu.

Meira
Image

Innmötunarkar

Innmötunarkörin hjá okkur eru sérsmíði og eru sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar svo þau henti þeirra þörfum. dæmi um kör sem við höfum smíðað eru t.d. ediskiptakar, afísunarkar, tvískipt og mötunarkör.

Meira
Image

Hrognaskilja

Hrognaskiljan er framleidd úr ryðfríu stáli. Hrognaskiljan skilur að hrogn og himnu á einfaldan og hagkvæman hátt sem auðveldar fullvinnslu á hrognunum. Himnan skilst svo auðveldlega frá með rennu undir trommlunni sem aðskilur hana frá hrognunum.

Meira
Image

Saltari

Saltarinn er framleiddur úr ryðfríu stáli með trefjaplast grindum. Saltarinn saltar jafnt og vel og sparar þar með saltið. Fiskurinn verður síður fyrir vansöltun og þá nýtist saltarinn vel við umstöflun, þ.e.a.s. afsöltun og pökkun

Meira
Image

Kælikar

Kælikarið er framleitt úr ryðfríu póleruðu stáli og notað til að hraðkæla fiskiflök fyrir vinnslu. Hvert kælikar hefur 4 rennibelti og tvo kælihólf fyrir klakageymslu. Kælikörin eru sérsmíðuð að óskum og þörfum viðskiptavina hverju sinni.

Meira
Image

Afísunarkar fyrir karfa

Karfanum er sturtað í karið þar sem klakinn fer á milli rilla ig ofan í karið sem er sett undir. Afturendinn lyftist svo upp með lofttjökkum sem kemur í veg fyrir að starfsmaðurinn þurfi að teygja sig eftir fisknum.

Meira
Image

Aðgerðakar

Fisknum er sturtað í karið, þar sem botninn V laga rennur fiskurinn til beggja hliða þar sem hann er tekinn og handflakaður. Svo er hann settur í rennuna við hliðiná flökunarborðinu og rennur þaðan niður á færiband sem tekur hann og matar áfram.

Meira