BEITNINGARTREKT

Beitningartrektin er framleidd úr ryðfríu stáli. Hún er tvöföld og yfirleitt staðsett aftan á bátnum. Beitunni er helt í sílóið og þar fara krókarnir í gegn og grípa hana á leiðinni út úr bátnum. Stífir burstar mynda skot á krókinn til að festa beituna betur á. Trektin beitir mjög vel td smokkfisk, síld, makríl og kúskel, en einnig beitist fersk loðna mjög vel. Sjálf línan fer aldrei í gegnum beituna, einungis krókarnir. Renna þeir í gegnum beituna og grípa bita um leið og línan rennur út.

Engin vélbúnaður er fyrir beitningartrektina, hún er einungis keyrð á hraða bátsins. Hún er mjög einföld í uppsetningu og notkun. Og hefur hún valdið byltingu í línuútgerð smábáta á undanförnum árum.

Myndir