BEITUSKURÐARHNÍFUR

RAFMAGNSHNÍFUR

Beituskurðarhnífurinn er framleiddur úr ryðfríu stáli og er hann keyrður með 3kw mótor.  Í honum eru 18-20 200 m/m skurðarblöð. Algengasta beitustærðin er 13 m/m til 16 m/m. Hnífurinn er framleiddur eftir óskum viðskiptavinarins.  Þessi öflugi hnífur getur auðveldlega skorið beituna hálffrosna.

GLUSSAHNÍFUR

Glussahnífurinn er einnig mjög öflugur og er hann staðsettur um borð í bátnum og tengdur við glussakerfi hans. Hann er einnig með 18-20 200 m/m blöð og framleiddur eftir óskum viðskiptavinarins.  Hann getur einnig auðveldlega skorið beituna hálffrosna.

Myndir

Tengdar vörur

BS-210

BS-210 SB

BS-230 BS