Netaspil

Netaspilið er hannað í allar stærðir báta og er mikið notað hérlendis til að draga þorskanet, grásleppunet og skötuselsnet. Spilið er með 500 cc mótor og þarf um 70-80 lítra af olíu.

Þegar búið er að koma spilinu fyrir um borð í bátnum er smíðað úrgreiðsluborð fyrir aftan spilið. Netaspilið dregur netið inn í bátinn og skilar því frá sér niður á úrgreiðsluborðið þar sem fiskurinn er greiddur úr og netið síðan dregið aftur í bátinn til lagningar á ný. Ef ekki er við það kúlukarl, þarf mann til að draga af því. Netaspilið er allt smíðað úr ryðfríu stáli. Netaskífan og netakoppurinn eru úr pottstáli sem hefur verið galvaniserað.

Netaspilin eru smíðu í ýmsum stærðum  allt eftir óskum kaupandans hverju sinni.

  Visit Us

  Jónsvör 3

  190 Vogar

  Opening hours

  Mon - Fri: 8-17

  Closed on Weekends

  en_USEnglish
  Powered by TranslatePress