
Línurenna
Línurennan er notuð þegar leggja á handbeitta línu úr línubala. Línurennan er tvöföld þannig að þegar línan rennur úr balanum vinstra megin er balinn hægra megin settur í og línan úr honum hnýtt við línuna vinstra megin.
Línurennurnar eru að mestu lokaðar sem er mikið öryggisatriði fyrir þann sem setur balana í línurennuna því lagningshraðinn er allt að 5-8m/sekúndu þetta öryggisatriði veldur því að krókarnir sveiflast mun minna og því helst beitan betur á í lögninni. 10cm rauf er á miðri rennunni til að auðvelda skipti á milli lína.
Línurennan er öll smíðuð úr ryðfríu stáli ASI 304




Heimsæktu okkur
Jónsvör 3
190 Vogar
Opnunartímar
Mán – Fös: 8-17
Lokað um helgar
