Image

BS-230-SB

Þetta línuspil er sérstaklega hannað fyrir beitningarvélabáta þar sem uppstokkun fer fram um borð. Línan er dreginn inn á stóru kefli í gegnum slítarann þar sem fiskurinn losnar sjálfkrafa af og línan heldur áfram í gegnum burstakerfi sem hreinsar alla beituafganga af línunni. Nýjasta útfærslan af burstakerfinu eru tveir mótorkeyrðir hringburstar sem er hraðastýrðir og hannaðir til þess að fjarlægja jafnvel erfiðustu beituafganga. Þessi tækni var þróuð út frá eftirspurn viðskiptavina og hefur hlotið góðar viðtökur. Á móti hringburstunum eru tveir beinir burstar sem standa á glussatjakk þannig að auðvelt er að stjórna hversu mikið burstunum er þrýst saman.

Aðvelt er að opna bilið á milli burstana og þrífa ef þörf er á. Síðan heldur línan áfram að línuhjólinu sem leiðir línuna að línuskífunni. Þaðan fer línan að uppstokkaranum.

Meira
Image

BS-210-SB

Línuspil Beitis er framleigg með mikið álagsþol í huga, þar sem halari og slítari eru sambyggðir. Línan er dregin inn á stóru kefli í gegnum slítarann þar sem fiskurinn losnar sjálfkrafa af og línan heldur áfram í gegnum burstakerfi sem hreinsar af alla beituafganga af línunni.

Nýjasta útfærslan af burstakerfinu eru tveir mótorkeyrðir hringburstar sem eru hraðastýrðir og hannaðir til þess að fjarlægja jafnvel erfiðustu beituafganga. Þessi tækni var þróuð út frá eftirspurn viðskiptavina og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. En auðvelt er að opna á milli burstanna og þrífa ef þörf er á.

Meira
Image

BS-210

Fyrir báta sem eru 8 til 20 metrar. Línuspilið er framleitt úr ryðfríu stáli. Það er sambyggt með halara og slítara. Línan er dregin inn á stóru kefli og í gegnum slítarann. Línan heldur áfram í gegnum burstana sem hreinsa gamla beitur af krókunum. Síðan heldur línan áfram að línuhjólinu sem leiðir línuna að línuskífunni. Þaðan hringast línan niður í línupokann.

Meira
Image

BS-200

Fyrir báta sem eru 8 til 20 metrar. Línuspilið er framleitt úr ryðfríu stáli. Það er sambyggt með halara og slítara. Línan er dregin inn á stóru kefli og í gegnum slítarann. Línan heldur áfram í gegnum burstana sem hreinsa gamla beitur af krókunum. Síðan heldur línan áfram að línuhjólinu sem leiðir línuna að línuskífunni. Þaðan hringast línan niður í línupokann.

Meira
Image

Færaspil

Færaspilið er framleidd úr ryðfríu stáli, það er notað til að draga færið svo hægt sé að nota línuspilið til að draga línuna á sama tíma

Meira