SAGAN


Beitir ehf er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið starfrækt síðan 1988 þegar það hóf starfsemi sína í skúrnum hjá Þóru og Hadda. Fyrstu verkefnin voru sérsmíði og hönnun fyrir smábátaeigendur með ýmsar sérþarfir varðandi útgerð sína sem erfitt var að fá uppfyllt hér heima. Þær tilraunir þóttu heppnast vel og eftir margar ára þróunarvinnu og hönnun er Beitir ehf orðið eitt öflugasta fyrirtæki á landinu í sérsmíði og hönnun fyrir smábátaútgerð og sinnir einnig sérþörfum stærri fyrirtækja og útgerða um land allt.
Mikil sérþekking hefur skapast hjá fyrirtækinu í gegnum tíðina og skilningur á sjávarútvegi ásamt þróunarvinnu hefur skilað sér í ört vaxandi fyrirtæki með sterk tengsl við markaði bæði hér heima og víða erlendis. Beitir ehf hefur meðal annars sinnt verkefnum á Norðurlöndum, Grænlandi, Spáni og Nýfundnalandi og víðar.
Þóra og Haddi leggja mikla áherslu á gæði í þjónustu við viðskiptavini, hönnun og framleiðslu. Þannig myndast góð tengsl við viðskiptavini og reynt er eftir megni að útfæra að þeirra óskum.