um okkur

Beitir ehf er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið starfrækt síðan árið 1988 þegar það hóf starfsemi sína í skúrnum hjá Þóru og Hadda. Fyrstu verkefnin voru sérsmíð og hönnun fyrir smábátaeigendur með ýmsar sérþarfir varðandi útgerð sína sem erftt var að fá uppfyllt hér heima. Þær tilraunir þóttu heppnast vel og eftir margra ára þróunarvinnu og hönnun er Beitir orðið eitt öflugasta fyrirtæki á landinu í sérsmíði og hönnun fyrir smábátaeigendur ásamt því að sinna verkefnum fyrir stærri útgerðir og verkanir um land allt.

Rétt fyrir aldamótin var Beitir búinn að sprengja utan af sér og var þá ákveðið að ráðast í byggingu nýs verkstæðis. Árið 2000 flutti svo Beitir í nýja húsnæðið sem var staðsett við höfnina í Vogum. Við þessa uppbyggingu opnuðust ný tækifæri því með auknu plássi var hægt að fjárfesta í nýjum og meiri búnaði.

Í dag er verkefnaflóra Beitis orðin mun fjölbreyttari en í byrjun í skúrnum, núna bjóðum við upp á heildarlausnir fyrir línuveiðar sem hafa verið í miklum uppgangi síðustu ár og munu líklegast halda því áfram því áfram í ljósi þess að þær þykja bæði mun umhverfisvænni en aðrar veiðaraðferðir og þykja líka skila mun betri afurð.

Einnig hefur Beitir hafið að smíða mikið fyrir fiskverkanir ásamt því að sinna þjónustu við þær svo sem uppsetningu á búnaði og viðhaldi, en mikil sérþekking hefur skapast innan veggja Beitis í gegnum árin á því sviði bæði með fjölbreyttum verkefnum, þörf til að finna lausnir á ýmsum vandamálum viðskiptavina og síðast en ekki síst eru við með reynslumikla starfsmenn sem hafa verið lengi hjá okkur.

Beitir hefur alltaf lagt mikla áherslu á gæði og góða og persónulega þjónustu, við státum okkur mikið af þeim búnaði sem við smíðum og höfum alltaf lagt mikið upp úr því að hafa orð á okkur fyrir að vera með gæðabúnað og þjónustu.

Heimsæktu okkur

Jónsvör 3

190 Vogar

Opnunartímar

Mán – Fös: 8-17

Lokað um helgar

is_ISÍslenska
Powered by TranslatePress