
Blæðikar
Blæðikörin eru með lokuðum botn, síðan er falskur lyftanlegur botn til að vinnuhæð sé alltaf rétt. Lúgur eru neðst á karinu til tæmingar og þrifa og er einnig hægt að reisa falska botninn upp á annan veginn og auðveldar það þrif enn frekar. Lyftan gengur fyrir öflugum glusssatjakk.
Útfærslurnar á blæðikörunum fara alveg eftir plássi og þörfum viðskiptavinar, t.d hefur verið smíðað kar sem liggur ofan í lestargati og er þá hífanlegt upp úr þegar tæma á lest (sjá myndir fyrir neðan).
- Ryðfrí smíði
- Lokaður kassi sem þýðir að hann haldi vatni
- Lyftigeta: 600 eða 1000 kg
- lyftihæð: 1,1 m
- Öflugur glussatjakkur/ar
- Falskur botn sem lyftist upp
- lúga neðst til tæmingar og þrífa, einnig hægt að reisa falska botninn upp á rönd til að komast betur að í þrifum
- Sérsmíðað til að henta eftir þörfum og plássi
- Vatnshæð still með yfirfallsröri
- Gormlestaður stýriloki




Heimsæktu okkur
Jónsvör 3
190 Vogar
Opnunartímar
Mán – Fös: 8-17
Lokað um helgar
